Bókaðu frían kynningarfund
Legg mikla áherslu á heildræna hönnun vörumerkja & verslana
Skapa heildræna hönnun vörumerkja eða fyrirtækja til að veita bestu mögulegu upplifun & ásýnd viðskiptavina
Þjónustan
Legg mikla áherslu á heildræna hugsun þegar kemur að útliti & ásýnd fyrirtækja, bæði hvað varðar vörumerkið og einingar þess.
-
Nýtt logo, nýtt vörumerki eða bara uppfærsla á núverandi útliti? Ég hjálpa fyrirtækjum að hanna útlit fyrir vörumerkið eða fyrirtækið sem hentar þeim markhóp sem á að ná til. Hef mikla reynslu að vinna með minimalískt útlit.
-
Shopify Netverslun:
opify er einstaklega gott kerfi fyrir netverslanir og mæli ég alltaf með því við mína viðskiptavini. Ég hef sett upp fjölda netverslana og get hjálpa þér að gera netverslun sem endurspeglar hönnun og útlit á þínu fyrirtæki eða vörumerki.
Get sett upp þína verslun frá A-Ö. Setja upp útlitið, setja inn vörur og vöruflokkar. Tenging á Léni, setja lénið í hýsingu, setja upp sendingarmáta og tengja greiðslugáttir. Allt sem þarf til þess að koma þinni verslun upp.
Get einnig hjálpa þér við einstaka hluti og er best að heyra bara í mér og athuga hvað ég get hjálpa þér með.
Heimasíður:
Ertu að spá í nýjum vef eða uppfærslu? Ég get hjálpað þér með að setja upp nýja síðu með Squarepace platforminu. Það er einstaklega þægilegt að vinna ,eð fyrir einfaldar síður og einnig stærri síður. Heyrðu í mér fyrir fekari upplýsingar.
-
Verkefni sem falla undir Grafísk hönnun er mikið af því sem ég hef listað hér fyrir ofan. Ég get tekið hin ýmsu verkefni fyrir þig sem eru notaðar í stafrænum tilgangi eða til prentunar. Hef reynslu að vinna með bæði og hef t.d. Hannað mikið af markaðstengdum herferðum sem hafa verið aðlagaðar misjöfnum stærðum og gerðum.
Hef sinnt mikið umbrotsverkefnum bæði litlum og stórum. Hef hannað bæklinga, tímarit, skýrslur og matseðla af ýmsum stærðum og gerðum.
-
Hönnun fyrir gluggana eða á bílinn. Tek bæði smá og stærri verkefni.
Hjálpa einnig við að koma skránum til prentunar.
-
Vantar þig hönnun á verslunarrými eða fyrir viðburð eða sýningu? Þá skaltu lesa áfram.
Ég get hjálpað þínu fyrirtæki með hönnun á verslunarrýmum. Þá á ég bæði við verslunum til lengri tíma og sýningahönnun (exhibition) til skemmri tíma. Þjónustan er stafræn og býð ég því upp á að teikna upp þitt rými í þrívídd (3D). Fyrir stærri verkefni býð ég upp á að koma á staðinn (Höfuðborgarsvæðið) og í Danmörku.
Ég er búsett í Herning í Danmörku og ef þú ert að fara á Formland í Herning þá skaltu endilega heyra í mér, ég get hjálpa þér með hönnun og uppsetningu á þínum bás.
-
Veiti ráðgjöf fyrir fyrirtæki hvað varðar útlit & hönnun fyrir fyrirtækið. Branding & logo ráðgjöf hvað myndi virka fyrir þitt fyrirtæki.
Veiti einnig ráðgjöf fyrir shopify og heimasíðugerð.
Hvernig get ég orðið að liði?
Ég hjálpa bæði smáum og stærri fyrirtækjum með hönnun á vörumerkinu, tilfallandi grafísk verkefni, heimasíðuna, netverslunina og verslunarhönnunina.
Ertu auglýsingastofa? Ýttu hér.
Samstarf til lengri tíma
Hefur þú áhuga á að vinna saman til lengri tíma?
Ertu með tilfallandi verkefni sem þú þarft hjálp með. Ég get sinnt verkefnum á umbrotsverkefnum fyrir fyrirtækið þitt, hannað auglýsingar og annað efni til markaðsetningar. Séð um Shopify netverslunina þína, t.d. Setja inn nýjar vörur, uppfæra forsíðuna og margt fleira.
Umsagnir viðskiptavina
-
Ég mæli með að vinna með Ásu. Hún hefur góðan smekk og passaði vel að allt passaði við mitt fyrirtæki. Virkilega ánægð með útkomuna!
— Patrycja
Snyrtibox.is -
Get ekki mælt meira með þjónustunni hjá Ásu. Hún hannaði logo fyrir hársnyrtistofuna mína og er vikrilega sátt með útkomuna.
— Inga
Adell Hársnyrtistofa -
Mjög góð samskipti á meðan við unnum saman. Ása hannaði loogið einmitt eins og ég var buin að hugsa mér. Svo ánægð með útkomuna.
— Lilja
Hlaðvarpsstjórnandi & söngkona -
Ása er algjör snillingur og ég get mælt 100% með henni! Hún hannaði fyrir okkur logo fyrir hárgreiðsustofuna okkar. Við erum mjög ánægðar með útkomuna og þökkum fyrir frábæra þjónustu.
— Katrin
Primadonna Hársnyrtistofa -
Ása er snillingur. Gæti ekki mælt meira með henni👏🏻❣️
— Sara
Purkhús -
Ása er mjög fagleg og kom með margar góðar hugmyndir. Þægilegt og gott að vinna með henni.
— Sölvi Már
Nærandi Líf
Fyrirtæki & stofnanir sem ég hef unnið með
Skoðaðu verkefnin