Bókaðu frían brúðkaups kynningarfund
Heillandi bréfsefni & hönnun
Hanna bréfsefni & heimasíðu fyrir stóru mómentin í lífinu.
Hönnun fyrir stóra daginn ykkar.
Brúðkaupsdagurinn er einstakur dagur sem erfitt verður að toppa.
Hjálpa brúðhjónum að hanna bréfsefni og heimasíður eins og þau hafa dreymt um og langar að hafa á þeirra fallega degi.
Býð upp á sérhönnun & aðsniðna hönnun.
Hönnun fyrir pör með hugsjón um einfaldleika
Þegar ég fer í hönnunarferlið að hanna fyrir hjón þá skoða ég heildræna útlitið, hvað hjón eru að hugsa fyrir sinn dag og hvaða þema er með liti og annað. Það er mjög mikilvægt að öll smáatriðin hangi saman og tek ég einnig spjall við ráðgjafann ykkar ef þess er óskað.
Einfaldleikinn ræður ríkjum í hönnuninni minni og í sameiningu við hjón finnum við lokaútkomu sem hentar deginum. Fallegt bréfsefni getur gert svo ótrúlega mikið fyrir brúðkaupsdaginn, bæði boðskortin sem gestirnir fá í hendurnar sem svona "first impression" og síðan á sjálfum deginum.
Þjónustan
-
Ég hjálpa hjónum að hanna þeirra drauma bréfsefni sem passar við þeirra þema og útlit. Hjálpa ykkur að láta bréfsefnið passa við hönnunina í brúðkaupinu sjálfu og ef þú ert t.d. með brúðkaups ráðgjafa eða einhvern sem er að skiputleggja fyrir þig, þá get ég átt spjall við hann/hana um stílinn.
Best er að þið sendið á mig til að fá uppgefið verð fyrir ykkar dag, hvað þið óskið eftir að láta hanna fyrir ykkur o.s.frv.
Vinsælt bréfsefni er t.d:
Save the date kort – til að senda út fyrst og með smá fyrirvara um að gefa upplýsingar um hvaða dagur verður ykkar dagur
Boðskort – þetta hefðbundna boðskort. Einnig er vinsælt að vera með aukakort með einhverjumn öðrum nánari upplýsingum um daginn, t.d. ef það er brúðkaups gjafalisti, upplýsingar um heimasíðuna eða aðrar mikilvægar upplýsingar.
Borðkort/skraut – hér er ég að tala um allt sem er sett á borðin, t.d. matseðill, borðnúmer, nafnakort, instagram kort og allskonar skemmtilegt.
Borðskipan – Fá betra yfirsýn og upplýsingar á hvaða borði gestirnir eru.
Velkomin skilti – vinsælt að hafa svona stórt plagg við inngagninn til að bjóða fólki velkomið, hafa smá info eins og nöfnin, logoið, daginn og til að vísa fólki inn í salinn.
-
Einstakt að hafa logo fyrir brúðkaupið. Býð bæði upp á tilbúin logo og sérhönnuð.
Sérhönnun
Einstakt fyrir hvern og einn. Yfirleitt leik ég mér með stafina að tvinna þá eithvernvegin saman og stundum læt ég smá grafík með einsog laufblöð og þess háttar. Fer eftir þemanu og óskum hjóna.
Tilbúin logo (Pre-made)
Tilbúin logo sem ég kalla “pre made” logo sem er aðsniðið eftir hverju og einu pari. t.d. með því að nota upphafstafina og jafnvel dagsetningu. Hægt er að skoða úrvalið af aðsniðnum logoum í netversluninni minni Bergmann studio.
Ef eitthvað er óljóst er hægt að senda tölvupóst eða hafa samband á Instagram eða Facebook.
-
Er með uppsetta hönnun sem hægt væri að aðlaga eftir hverjum og einum. Það getur verið mjög kostnaðarsamt að fá sérhönnun og er því þessu leið mögulega hentugri fyrir ykkur.
Hvað væri hægt að breyta ?
Litavalið og stærðum er hægt að breyta. Einnig væri hægt að velja annað letur en hvert dæmi þarf að skoða því sum hönnun er hugsuð út frá letrinu.
Hvernig er ferlið?
Þið hafið samband við mig og ėg sýni ykkur hvaða utlit eru i boði hverju sinni.
Þegar þið hafið ákveðið hvaða utlit þið viljið þá sendi ég ykkur greiðslulink til þess að ganga frå kaupum. Þessi þjónusta er fyrirframgreidd.
Viltu þjónustu við prentun?
Hægt er að kaupa þjónustu að ég sjái um að fá tilboð í verkið frá prentstofu. Ég sé einnig um að senda skrárnar til prentstofunnar en þar sem ég er búsett erlendis þurfið þið sjálf að sækja prentunarverkin.
-
Brúðkaups hemasíða er alveg frábær hugmynd ef þú ert með mikið af upplýsingum sem þú vilt koma til skila og hafa allt á einum stað.
Margir fara þá leið að vera með Facebook viðburð en stundum týnast mikilvægar upplýsingar þar og er þá betra að fjárfesta í fallegri heimasíðu sem einnig passar við ykkar stíl og þema. Það sem hægt er að setja á síðuna getur verið allt frá því hvernig þið kynntust yfir í að vera gisting á staðnum ef þið eruð að gifta ykkur úti á landi, erlendis eða í sveit, skráning í brúðkaupið (RSVP) eða brúðkaups gjafalistinn.
Ég sé um að setja upp síðuna fyrir ykkur frá A til Ö. Síðan er undir ykkar eigin léni. Þið getið fengið aðgang af síðunni og getið því sjálf líka sett inn texta, myndir og þess háttar. Uppsetning á síðunni er alveg í mínun höndum.
Hafa samband
sendu póst ef þú ert með spurningar eða óskar eftir tilboði í brúðkaups hönnun